Vinna, fótbolti og þurrir fætur

Hæ,

Byrjaður að vinna hjá UPS. Lítur bara ágætlega út og útlit fyrir að það verði brjálað að gera og það er bara fínt. Doði er trygg leið í dauðann. Félagar mínir þarna í vinnunni mættu nú alveg taka fram hlaupaskóna og ætla ég að reyna að nota þá sem fína "fyrir-mynd" og vera sjálfur góð "eftir-mynd". So far not so good. Ég hef velt mér full mikið upp úr lystisemdum Maarud, Kims og álíka snakkara....Þarf að hætta því.

Anyway, fyrir þá sem eru enn að velta fyrir sér hvað ég mun vera að gera hjá UPS þá er ég sem sagt "tæknilegur ráðgjafi og sölumaður" á upplýsingatæknilausnum til núverandi og nýjum kúnnum. Þetta tengist svo allt flutningi á pökkum. Ég mun þurfa að versla mér bíl og hefði líklega ekki getað valið dýrara land fyrir þau kaup, en ég fæ nú bílastyrk og skattaafslátt af akstrinum.

Í gær var fótboltagleði og ógleði í Danmörku og Svíþjóð þegar þessar þjóðir mættust í Parken í Köben í gær. Það var ótrúleg eftirvænting og svo byrjaði leikurinn...Danir fengu á sig 3 klaufaleg mörk á fyrstu 25 mín. leiksins, en með frábærum seinni hálfleik náðu þeir að jafna. En, þá gerðist það ótrúlega. Christian Poulsen, Sevilla spilarinn, fékk þá snilldarhugmynd að kýla einn sænskan sóknarmann í magan. Fékk rautt og í kjölfarið hljóp einhver hálfviti inn á völlinn og reyndi að kýla annars fínan dómara leiksins. Þetta varð til þess að dómarahróið í samráði við aðra í tríóinu ásamt fleirum flautaði leikinn af. Ömurlegur endir á annars mjög skemmtilegum fótboltaleik.
ExtraBladet var alveg "brjálað" og birti strax mynd af bjánanum á heimasíðu sinni og bað fólk um að hafa samband ef það þekkti nafnið á manninum. Núna er komið í ljós að þessi gutti býr í Svíþjóð af öllum stöðum.

Ég hlustaði á Rás 2 í gær á lýsinguna á landsleik Íslands og fótboltastórveldisins Lichtenstein. Það verður að segjast eins og er af lýsingunni að dæma að Ísland reið ekki feitum hesti eða bara hesti yfirhöfuð. Máttum þakka fyrir að tapa ekki leiknum fyrir utan kannski örfáar mínútur í lokin. Grátlegt að gera bara jafntefli við stórveldið á heimavelli. Eigum að vinna þá nokkuð auðveldlega, en þetta sýnir bara vel stöðu íslenska landsliðsins í dag. Það eru ekki nema hvað 10 ár síðan Guðjón bakbítur og fórnarlamb kynlífströllsins Ingólfs Hannessonar, réði ríkjum og náði okkur í kringum 50. sætið á heimslistanum...kannski lengra síðan. Fótboltaminni mitt er stundum ekki alveg það besta.

Að lokum vantar mig ráð við þurrum fótum, eða býð fram þjónustu mína við að slípa parkett undir nýju nafni "Berslípað".

kveð í bili og afsakið fótboltasnakkið...þurfti að koma þessu frá mér :)

Arnar Thor

Ummæli

Heiðagella sagði…
já skemmtilegur leikur og enn betri úrslit. múhahahaha....

Þurrir fætur= leggðu þá í bleyti í fokdýrri Ítalskri ekstrímlí jómfrúarlegri ólívuolíu, finndu þér nokkra broddgölta og spenntu þá með gaddana upp, á fæturnar og gakktu svo tvo, þrjá hringi í kringum húsið..... þá hættirðu að hugsa um hversu þurrar táslurnar eru, og ferð meira svona að velta þér uppúr að hreinlega að halda blóðinu inní fótunum.....(já svo er hin lausnin bara droppa við á klínikinu ved siden af.......)
vi snakkes.
Heiðagella

Vinsælar færslur